Viðskipti innlent

Spá yfir tíu prósenta verðbólgu

Edda Rós Karlsdóttir er forstöðumaður greiningadeildar Landsbankans.
Edda Rós Karlsdóttir er forstöðumaður greiningadeildar Landsbankans.

Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólga aukist verulega milli mánaða og mælist rúmlega tíu prósent í apríl. Þetta kemur fram í verðbólguspá sem birt var í gær.

Í henni er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um nærri tvö prósent á milli mánaða og sem leiði til þess að tólf mánaða verðbólga fari úr 8,7 prósentum í 10,1 prósent. Segir greiningardeildin að miklar verðhækkanir á innfluttum vörum leiði til hækkunar verðbólgunnar að þessu sinni.

Gangi spáin eftir verður verðbólgan í apríl sú mesta sem mælst hefur í nærri tvo áratugi en verðbólga hefur ekki farið yfir tíu prósent frá því í október árið 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×