Inngrip stjórnvalda gæti valdið óróa í stað þess að draga úr spennu 30. september 2008 12:07 Inngrip ríkisins hjá Glitni og þar með stærsta hluthafanum, Stoðum, gæti valdið meiri óróa á markaðnum í stað þess að draga úr spennu. Viðræður voru í gangi við Landsbankann um sameiningu við Glitni áður en ríkið greip inn í en í dag gæti Landsbankinn fengið Glitni á mun hagstæðari kjörum en fyrir helgina. Rekstur Stoða hefur verið frystur til 20. október í samræmi við úrskurð um greiðslustöðvun og kemur því í ljós á næstu þremur vikum hvort félagið heldur velli. Aðeins tveir möguleikar eru í stöðunni: annaðhvort tekst Stoðum að semja við lánardrottna og/eða selja eignir eða það verður lýst gjaldþrota. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir fjölmörg félög og einstaklinga, en samkvæmt síðasta uppgjöri voru eignir Stoða metnar á 352 milljarða og skuldir 265 milljarða - eigið fé, það er að segja eignir umfram skuldir - nam 87 milljörðum. Eignaupptaka ríkisins á Glitni var verulegt áfall fyrir félagið en eignarhlutur þess í bankanum rýrnaði um 50 milljarða. Eigið fé Stoða lækkaði sem því nemur, en skuldirnar hafa hins vegar ekkert lækkað. Fjárhagsstaða Stoða er því í miklu uppnámi. 260 milljarða skuld Stoða er samkvæmt heimildum fréttastofu mikið til við innlendar lánastofnanir og hefði gjaldþrot félagsins því gríðarleg keðjuverkandi áhrif, ekki aðeins á tengd félög, heldur eining á viðskiptabankana, Kaupþing og Landsbankann. Í fjármálaheiminum er um það rætt að inngrip ríkisins skapi því hugsanlega meira öldurót og óróa, í stað þess að lempa spennuna á markaði. Einnig setja margir spurningamerki við tímapressuna sem sett var á Glitnismenn að ganga að tilboði ríkisins því samkvæmt heimildum fréttastofunnar ræddu Landsbankamenn við Glitnismenn um sameiningu bankanna með aðkomu ríkisvaldsins á sunnudagskvöldið á sama tíma og örlagafundurinn stóð fyrir í Seðlabankanum og að þær viðræður hafi verið langt komnar. Stjórn Stoða vill ekki tjá sig um framvinduna frekar en það sem kom fram í yfirlýsingu stjórnar í gær. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Inngrip ríkisins hjá Glitni og þar með stærsta hluthafanum, Stoðum, gæti valdið meiri óróa á markaðnum í stað þess að draga úr spennu. Viðræður voru í gangi við Landsbankann um sameiningu við Glitni áður en ríkið greip inn í en í dag gæti Landsbankinn fengið Glitni á mun hagstæðari kjörum en fyrir helgina. Rekstur Stoða hefur verið frystur til 20. október í samræmi við úrskurð um greiðslustöðvun og kemur því í ljós á næstu þremur vikum hvort félagið heldur velli. Aðeins tveir möguleikar eru í stöðunni: annaðhvort tekst Stoðum að semja við lánardrottna og/eða selja eignir eða það verður lýst gjaldþrota. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir fjölmörg félög og einstaklinga, en samkvæmt síðasta uppgjöri voru eignir Stoða metnar á 352 milljarða og skuldir 265 milljarða - eigið fé, það er að segja eignir umfram skuldir - nam 87 milljörðum. Eignaupptaka ríkisins á Glitni var verulegt áfall fyrir félagið en eignarhlutur þess í bankanum rýrnaði um 50 milljarða. Eigið fé Stoða lækkaði sem því nemur, en skuldirnar hafa hins vegar ekkert lækkað. Fjárhagsstaða Stoða er því í miklu uppnámi. 260 milljarða skuld Stoða er samkvæmt heimildum fréttastofu mikið til við innlendar lánastofnanir og hefði gjaldþrot félagsins því gríðarleg keðjuverkandi áhrif, ekki aðeins á tengd félög, heldur eining á viðskiptabankana, Kaupþing og Landsbankann. Í fjármálaheiminum er um það rætt að inngrip ríkisins skapi því hugsanlega meira öldurót og óróa, í stað þess að lempa spennuna á markaði. Einnig setja margir spurningamerki við tímapressuna sem sett var á Glitnismenn að ganga að tilboði ríkisins því samkvæmt heimildum fréttastofunnar ræddu Landsbankamenn við Glitnismenn um sameiningu bankanna með aðkomu ríkisvaldsins á sunnudagskvöldið á sama tíma og örlagafundurinn stóð fyrir í Seðlabankanum og að þær viðræður hafi verið langt komnar. Stjórn Stoða vill ekki tjá sig um framvinduna frekar en það sem kom fram í yfirlýsingu stjórnar í gær.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira