Tveim meðferðarheimilum hefur verið lokað 8. ágúst 2008 00:01 Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við því þegar meðferðarheimili fyrir börn stóðu hálftóm. Fréttablaðið/GVA Tveim meðferðarheimilum fyrir börn hefur verið lokað það sem af er þessu ári. Heimili á Hvítárbakka í Borgarfirði var lokað í upphafi ársins og í vor var heimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum einnig lokað. Bæði heimilin buðu upp á sérhæfða langtímameðferð fyrir börn með alvarleg hegðunarvandamál á borð við neyslu áfengis og vímuefna og voru sex rými á hvorum stað. Yngri börn voru að jafnaði vistuð á Geldingalæk þar sem flest barnanna voru á aldrinum tíu til fjórtán ára. „Umsóknum hefur fækkað og við verðum að bregðast við þegar heimilin eru farin að standa hálftóm," segir Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu, en síðastliðin fimm ár hefur dregið úr eftirspurn eftir meðferðardvöl á stofnunum stofunnar. Sótt var um meðferð fyrir 195 börn árið 2003 samanborið við 164 á síðasta ári. Barnaverndarnefndir meta þarfir einstakra barna og senda umsóknir til Barnaverndarstofu ef þörf er á meðferð. „Við höfum ekki fundið einhlíta skýringu á þessari fækkun og getum ekki séð að nefndirnar vanræki þarfir þessara barna," segir Hrefna. Aukin áhersla hefur þó undanfarin ár verið lögð á að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverkinu. Reynt er að hjálpa börnum og foreldrum frekar á heimavelli en að grípa til vistunar utan heimilis, ekki síst fyrir yngri börnin. „Við erum að skoða hvaða möguleika við höfum á að bjóða fjölbreytt fósturúrræði fyrir yngri börn og veita meiri þjálfun fyrir fósturforeldra," segir Hrefna. „Við vitum að það getur reynst afdrifaríkt að taka barn úr umhverfi sínu og vandasamt að yfirfæra árangur meðferðar yfir á hið daglega líf barnsins." Þá bendi kannanir sem gerðar hafa verið hérlendis til þess að neysla barna fari minnkandi og vísbendingar eru um að afbrotum þeirra fari í það minnsta ekki fjölgandi. Þá hefur styttri dvöl verið reynd og gagnast sumum börnum, sem leiði til minni eftirspurnar eftir langtímameðferð eins og veitt var á heimilunum sem nú hefur verið lokað. „Við vistum börn á heimilunum í þeirri von að meðferðin muni gagnast," segir Hrefna. „Það er ekki æskilegt að börn séu vistuð árum saman á stofnun." Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Tveim meðferðarheimilum fyrir börn hefur verið lokað það sem af er þessu ári. Heimili á Hvítárbakka í Borgarfirði var lokað í upphafi ársins og í vor var heimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum einnig lokað. Bæði heimilin buðu upp á sérhæfða langtímameðferð fyrir börn með alvarleg hegðunarvandamál á borð við neyslu áfengis og vímuefna og voru sex rými á hvorum stað. Yngri börn voru að jafnaði vistuð á Geldingalæk þar sem flest barnanna voru á aldrinum tíu til fjórtán ára. „Umsóknum hefur fækkað og við verðum að bregðast við þegar heimilin eru farin að standa hálftóm," segir Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu, en síðastliðin fimm ár hefur dregið úr eftirspurn eftir meðferðardvöl á stofnunum stofunnar. Sótt var um meðferð fyrir 195 börn árið 2003 samanborið við 164 á síðasta ári. Barnaverndarnefndir meta þarfir einstakra barna og senda umsóknir til Barnaverndarstofu ef þörf er á meðferð. „Við höfum ekki fundið einhlíta skýringu á þessari fækkun og getum ekki séð að nefndirnar vanræki þarfir þessara barna," segir Hrefna. Aukin áhersla hefur þó undanfarin ár verið lögð á að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverkinu. Reynt er að hjálpa börnum og foreldrum frekar á heimavelli en að grípa til vistunar utan heimilis, ekki síst fyrir yngri börnin. „Við erum að skoða hvaða möguleika við höfum á að bjóða fjölbreytt fósturúrræði fyrir yngri börn og veita meiri þjálfun fyrir fósturforeldra," segir Hrefna. „Við vitum að það getur reynst afdrifaríkt að taka barn úr umhverfi sínu og vandasamt að yfirfæra árangur meðferðar yfir á hið daglega líf barnsins." Þá bendi kannanir sem gerðar hafa verið hérlendis til þess að neysla barna fari minnkandi og vísbendingar eru um að afbrotum þeirra fari í það minnsta ekki fjölgandi. Þá hefur styttri dvöl verið reynd og gagnast sumum börnum, sem leiði til minni eftirspurnar eftir langtímameðferð eins og veitt var á heimilunum sem nú hefur verið lokað. „Við vistum börn á heimilunum í þeirri von að meðferðin muni gagnast," segir Hrefna. „Það er ekki æskilegt að börn séu vistuð árum saman á stofnun."
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira