Erlent

Tími Musharrafs að renna út

Musharraf er hótað ákærum fyrir brot í starfi.
Musharraf er hótað ákærum fyrir brot í starfi.

Utanríkisráðherra Pakistan, Shah Mahmood Qureshi, segir að Pervez Musharraf forseti landsins verði að stíga af stóli á næstu tveimur dögum, til að forðast ákærur fyrir embættisbrot.

Meðlimir í Pakistanska Þjóðarflokknum saka Musharraf um alvarleg brot gegn stjórnarskránni. Þeir ásamt fulltrúum Múslimabandalagsins segja að ákærur gegn Musharraf verði lagðar fram í síðasta lagi á þriðjudag, hafi hann ekki sagt af sér fyrir þann tíma.

Musharraf segist ekki ætla að stíga af stóli og hyggst verja sig sjálfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×