Erlent

Tíu prósent danskra ungmenna hafa selt blíðu sína

Frá Árósarborg. Mynd/ AFP.
Frá Árósarborg. Mynd/ AFP.

Borgaryfirvöld í Árósum í Danmörku eru slegin yfir skoðanakönnun sem sýnir að eitt af hverjum tíu ungmennum borgarinnar hefur þegið greiðslur fyrir kynlíf.

Könnunin var gerð meðal fólks á aldrinum 14-24 ára. Spurt var hvort það hefði einhverntíma þegið greiðslu fyrir kynlíf og hvernig það bar að. Niðurstaðan var sú að í flestum tilfellum hefði það gerst eftir vafur á netinu eða í samkvæmum.

Talsmaður heilbrigðisstofnunar sem hefur með mál ungmenna að gera segir í viðtali við Jótlandspóstinn að könnunin leiði í ljós að þetta sé nokkuð sem unglingar reki sig á í meira mæli en áður var talið.

Þeir sem tóku þátt í könnuninni litu yfirleitt ekki á það sem þeir gerðu sem vændi.

Borgaryfirvöld hafi nú þegar hafið herferð til þess að fá ungt fólk til að taka afstöðu til þess hvað sé vændi og hvenær það sjálft sé komið á grátt svæði.

Könnunin leiddi í ljós að oftast selur unga fólkið sig einhverjum sem það þekkir. Oftast fær það borgað í peningum en áfengi, sígarettur, loforð um ný föt eða farsíma eru einnig gjaldmiðlar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×