Erlent

Danir gagnrýna nafnlaus sms

Danir gagnrýna harðlega GSM símaþjónustu sem gerir fólki kleyft að senda nafnlaus sms. Þessi þjónusta er auglýst á MTV sjónvarpsstöðinni og er því beint að ungu fólki. Hanne Agersnap, talsmaður Sósíaldemokrata í Danmörku, segist ekki sjá neitt jákvætt við slíka þjónustu. Hins vegar sé margt neikvætt. Til dæmis geti slík þjónusta stuðlað að einelti og að mikið magn auglýsinga, sem ekki er óskað eftir, streymi til GSM notenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×