Þingmenn gistu á lúxushóteli við Elliðavatn 27. ágúst 2008 12:03 Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis gistu á lúxushóteli við Elliðavatn þegar þeir fóru í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greitt fyrir að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn samgöngunefndar fóru í sumar, að tillögu formannsins Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, í ferð um höfuðborgarsvæðið til að kynna sér samgöngumannvirki. Á heimasíðunni Orðið á götunni segir að mikill ágreiningur hafi verið meðal nefndarmanna um þessa ferð, en hún hafi verið samþykkt á endanum þegar kröfum um hótelgistingu var mætt. Varð lúxushótelið Kríunes við Elliðavatn fyrir valinu. Steinunn Valdís staðfestir að ferðin hafi verið farin en að hún hafi á engan hátt verið frábrugðin öðrum ferðum hennar. Ef eitthvað er, þá sé kostnaður við þessa ferð minni en við þær ferðir sem farnar hafa verið úti á landi. Steinunn vill þó ekki tjá sig um hvort ágreiningur hafi verið meðal nefndarmanna um að fara í þessa ferð, en leggur áherslu á að tillaga hennar um að fara í ferðina hafi verið samþykkt samhljóða. Hún bendir á að þetta sé í fyrsta skipti sem samgöngunefnd skoðar samgöngumál innan höfuðborgarsvæðisins og að ferðin hafi gagnast nefndarmönnum mjög vel. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 fóru allir nefndarmennirnir í þessa ferð, ef undanskilinn er Ármann Kr. Ólafsson sem var í Færeyjum á þessum tíma. Þau Steinunn Valdís og Guðni Ágústsson munu ekki hafa gist á hótelinu, en það hafa aðrir nefndarmenn gert. Samkvæmt lögum um þingfararkaup Alþingismanna og þingfararkostnað fá landsbyggðarþingmenn, það er þingmenn utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis, sérstakar greiðslur fyrir að halda annað heimili í Reykjavík eða nágrenni. Fimm nefndarmenn úr landsbyggðarkjördæmum, þau Árni Johnsen, Guðjón Arnar Kristjánsson, Herdís Þórðardóttir, Karl V. Matthíasson og Ólöf Nordal munu hafa gist á hótelinu. Það hafi einn þingmaður úr Reykjavíkurkjördæmi Norður, Árni Þór Sigurðsson, sömuleiðis hafa gert. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis gistu á lúxushóteli við Elliðavatn þegar þeir fóru í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greitt fyrir að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn samgöngunefndar fóru í sumar, að tillögu formannsins Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, í ferð um höfuðborgarsvæðið til að kynna sér samgöngumannvirki. Á heimasíðunni Orðið á götunni segir að mikill ágreiningur hafi verið meðal nefndarmanna um þessa ferð, en hún hafi verið samþykkt á endanum þegar kröfum um hótelgistingu var mætt. Varð lúxushótelið Kríunes við Elliðavatn fyrir valinu. Steinunn Valdís staðfestir að ferðin hafi verið farin en að hún hafi á engan hátt verið frábrugðin öðrum ferðum hennar. Ef eitthvað er, þá sé kostnaður við þessa ferð minni en við þær ferðir sem farnar hafa verið úti á landi. Steinunn vill þó ekki tjá sig um hvort ágreiningur hafi verið meðal nefndarmanna um að fara í þessa ferð, en leggur áherslu á að tillaga hennar um að fara í ferðina hafi verið samþykkt samhljóða. Hún bendir á að þetta sé í fyrsta skipti sem samgöngunefnd skoðar samgöngumál innan höfuðborgarsvæðisins og að ferðin hafi gagnast nefndarmönnum mjög vel. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 fóru allir nefndarmennirnir í þessa ferð, ef undanskilinn er Ármann Kr. Ólafsson sem var í Færeyjum á þessum tíma. Þau Steinunn Valdís og Guðni Ágústsson munu ekki hafa gist á hótelinu, en það hafa aðrir nefndarmenn gert. Samkvæmt lögum um þingfararkaup Alþingismanna og þingfararkostnað fá landsbyggðarþingmenn, það er þingmenn utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis, sérstakar greiðslur fyrir að halda annað heimili í Reykjavík eða nágrenni. Fimm nefndarmenn úr landsbyggðarkjördæmum, þau Árni Johnsen, Guðjón Arnar Kristjánsson, Herdís Þórðardóttir, Karl V. Matthíasson og Ólöf Nordal munu hafa gist á hótelinu. Það hafi einn þingmaður úr Reykjavíkurkjördæmi Norður, Árni Þór Sigurðsson, sömuleiðis hafa gert.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira