Viðskipti innlent

Börsen segir efnahagsklemmu Seðlabankans fara vaxandi

Efnahagsklemma Seðlabankans vex en minnkar ekki við stýrivaxtahækkunina í dag að því er segir í viðskiptablaðinu Börsen.

Þetta kemur fram í samtali blaðsins við Thomas Haugaard Jensen yfirhagfræðing Handelsbanken. Hann telur að ómögulegt sé fyrir bankann að fara í vaxtalækkunarferli og aðstoða þar með efnahagslíf landsins og hlutabréfamarkaðinn þegar vaxandi verðbólga ýtir undir vaxtahækkanir.

"Þróunin nú undirstrikar að Seðlabankinn er búinn að mála sig út í horn þar sem vaxtahækkanir eru nauðsyn," segir Jensen.

Hliðaráhrif þessa eru að Ísland lendir í vandræðum með að finna fé til að minnka viðskiptahallann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×