Innlent

Eðlilegt að sjálfstæðismenn vilji prófkjör

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í ljósi átaka undanfarinna mánuða eðlilegt að flokksmenn vilji prófkjör í stað uppstillingar þegar valið verður á lista flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram á vefsíðu Þorbjargar Helgu.

,,Að mínu mati er mjög eðlilegt að flokksmenn vilji prófkjör, mér finnst það mjög skiljanlegt eftir átök undanfarinna mánuða. Sjálfstæðismenn hafa notað prófkjörsaðferðina með góðum árangri þó að ég hafi ekki leynt því að mér finnist vera gallar á þeirri leið, alveg eins og það eru gallar á uppstillingarleiðinni."

Þorbjörg Helga segir að það eina sem hún geti gert í málinu sé að hafa skoðun á því. Endanleg ákvörðun um prófkjör verði tekin af fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en þar sitja meðal annars fulltrúar hverfafélaga flokksins.






Tengdar fréttir

Meirihluti borgarfulltrúa vill ekki prófkjör - Oddvitinn segir ákvörðunina hjá flokksmönnum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, segir það alfarið í höndum fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík og flokksmanna í borginni hvernig valið verður á lista fyrir næstu kosningar. Það sé ekki rétt að hún hafi talað fyrir uppstillingu á fundi með stjórnum hverfafélaga í síðasta mánuði, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×