Viðskipti innlent

Krónan hefur lækkað um 1,22% í dag

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Mynd/ Anton.
Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Mynd/ Anton.

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,22% það sem af er degi þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um fimm punkta stýrivaxtahækkun í morgun.

Í rökstuðningi Seðlabankans fyrir stýrivaxtahækkuninni segir að verðbólga hafi aukist um tveimur prósentum meira á fyrsta ársfjórðungi 2008 en spáð hafði verið og verðbólguhorfur séu enn slæmar.

Hækkunin er helst rakin til mikils gengisfalls islensku krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×