Erlent

Sakar Georgíumenn um að skipuleggja hryðjuverk í Rússlandi

Hörð átök voru fyrir tíu dögum milli Rússa og Georgíumanna.
Hörð átök voru fyrir tíu dögum milli Rússa og Georgíumanna. MYND/AP

Yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar sakaði í dag Georgíumenn um að leggja á ráðin um hryðjuverk í Rússlandi og fyrirskipaði aukna öryggisgæslu við fjölfarna staði í landinu.

Eins og kunnugt er grunnt á hinu góða milli Rússa og Georgíumanna vegna deilna þeirra og átaka um Suður-Ossetíu að undanförnu. Rússneskar fréttastofur hafa í dag eftir yfirmanni leyniþjónustunnar að hún hafi upplýsingar um að georgískar öryggissveitir hyggi á hryðjuverk.

Deilum Rússa annars vegar og Georgíumanna og stuðningsmanna þeirra hins vegar er langt því frá lokið og í dag funda utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna til þess að ræða hvernig bregðast eigi við hernaðaraðgerðum Rússa í Georgíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×