Innlent

Olía í höfnina í Hafnarfirði

6-8 slökkviliðsmenn dæla nú olíunni upp úr sjónum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
6-8 slökkviliðsmenn dæla nú olíunni upp úr sjónum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú við að koma upp olíu sem fór í hafnarfjarðarhöfn seinni partinn í dag. Verið var að dæla olíu á bát þegar slysið varð.

Slökkviliðið fór á staðinn um hálf fjögur leytið í dag og eru 6-8 slökkviliðsmenn með nokkurskonar belgi sem draga í sig olíu. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu gengur ágætlega að koma olíunni upp úr höfninni. Í upphafi var talið að þetta væri á bilinnu 100-200 lítrar en það er ekki staðfest tala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×