Innlent

Lögreglan rannsakar rafbyssueign glæpamanna

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú hvernig menn, sem voru handteknir vegna fíkniefnamáls á Patreksfirði um helgina komust yfir rafbyssu.

Við húsleit, þar sem meðal annars fannst amfetamín, fundust ýmis vopn og þeirra á meðal rafbyssan.

Lögreglumenn á Patreksfirði nutu aðstoðar starfsbræðra sinna frá Bolungarvík og Blönduósi, sem komu með fíkniefnahunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×