Erlent

Írakar æfir yfir fregnum af njósum Bandaríkjamanna í Írak

Nuri al-Maliki hefur verið talinn meðal helstu bandamanna Bandaríkjamanna.
Nuri al-Maliki hefur verið talinn meðal helstu bandamanna Bandaríkjamanna. MYND/AP

Bandarísk stjórnvöld hafa njósnað um Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og fleiri ráðamenn Írak eftir því sem rannsóknarblaðamaðurinn Bob Woodard fullyrðir í nýrri bók um Bush-stjórnina.

Sú ber heitið The War Within: A Secret White House History, 2006-2008 og er í henni fjallað um framgöngu bandarískra stjórnvalda í stríðunum í Írak og Afganistan ásamt stjórnunarstíl Bush Bandaríkjaforseta.

Í bókinni, sem kemur út á mánudag, er haft eftir heimildarmanni að bandarísk yfirvöld viti allt um Maliki. Írakar hafa brugðist ókvæða við þessum tíðindum og segja að ef heimildir Woodwards reynist réttar endurspegli það að ekki sé neitt trúnaðartraust milli bandarískra og írakskra yfirvalda. Fram kemur í yfirlýsingu að Írakar muni leita skýringa á þessu hjá Bandaríkjastjórn.

Bob Woodward, sem er aðstoðarritstjóri bandaríska stórblaðsins The Washington Post, er meðal virtustu blaðamanna í heimi en hann svipti meðal annars hulunni af Watergate-hneykslinu ásamt Carl Berstein.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×