Erlent

Tvö börn létust í loftárás í Afganistan

MYND/AP

Sjö létust, þar af tvö börn, í loftárás í Farah-héraði í vesturhluta Afganistans í morgun eftir því sem héraðsstjórinn greinir frá. Hann segir enn fremur að árásinni hafi verið beint að húsi yfirmanns úr röðum talibana.

Tíðar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum hersveita á vegum NATO í landinu en í síðasta mánuði féllu yfir 90 óbreyttir borgarar í loftárásum í Afganistan. Bandaríkjamenn hafa reyndar hafnað því að óbreyttir borgarar hafi látist í umræddri aðgerð en tölur um fjölda fallinna eru frá stjórnvöldum í Afganistan og studdar af Sameinuðu þjóðunum.

Afgönsk stjórnvöld segja að yfir 500 óbreyttir borgarar hafi fallið í hernaðaraðgerðum afganskra og erlendra hersveita það sem af er þessu ári og hefur það vakið mikla reiði meðal landsmanna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×