Erlent

Bjössi kom upp um fíkniefnaframleiðslu

Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.

Talið er að stór skógarbjörn hafi tekið lögin í sínar eigin hendur í Utah í Bandaríkjunum nýlega. Björnin vandi komur sínar á sveitabæ þar sem hassframleiðsla fór fram. Eitthvað virðist hassbóndinn hafa látið bjössa skelfa sig því að hann flúði býlið.

Þegar lögreglan fann svo býlið blöstu við pakkningar og dósir með tannförum og loppuförum frá birninum á staðnum. „Björnin hefur það sem þarf í lögreglustörfin. Ef ég finn hann þá er ég að hugsa um að gera hann að lögregluþjóni," segir Danny Perkins hjá lögreglunni í Garfield sýslu í Utah.

Það var TV2 sem greindi frá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×