Erlent

Bandaríkin megi ekki gleyma ógninni af völdum hryðjuverka

Keppinautarnir takast hér í hendur í gær.
Keppinautarnir takast hér í hendur í gær. MYND/AP

Forsetaframbjóðendurnir John McCain og Barack Obama komu fram í New York-borg í gær í boði Columbia-háskólans og ávörpuðu borgarbúa í tilefni þess að sjö ár voru liðin frá hryðjuverkunum árið 2001 þegar tvíburaturnarnir urðu rústir einar í kjölfar árásar hryðjuverkamanna.

Frambjóðendurnir komu fram hvor á eftir öðrum og gætti nokkurs samhljóms hjá þeim. Sögðu þeir að þjóðin mætti ekki gleyma þeirri ógn sem stafaði af hryðjuverkum þótt langt væri um liðið og ávallt væri þörf á samstöðu, ekki eingöngu á hættu- og stríðstímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×