Viðskipti innlent

Exista lækkar - Eimskip hækkar

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,37 prósent eftir viðskipti dagsins í Kauphöll Íslands. 16 félög lækkuðu, Exista mest, um 4,17 prósent. Færeyski bankinn Eik Banki kemur þar á eftir með 2,81 prósent og FL Group lækkaði um 2,68 prósent.

Fjögur félög hækkuðu, Century Aluminum mest, um 2,79 prósent. Eimskip fylgdi í kjölfarið með 1,01 prósenta hækkun.

Gengisvísitalan hækkaði um 0,99 prósent og stendur hún nú í 148,79.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×