Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365

Lára N. Eggertsdóttir.
Lára N. Eggertsdóttir.
Lára N. Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365. Hún tekur við starfinu af Viðari Þorkelssyni sem hverfur til starfa hjá FL Group. Lára hefur starfað hjá fyrirtækinu í tæp 7 ár. Hún hóf störf sem rekstrarstjóri sjónvarps hjá Íslenska útvarpsfélaginu í mars 2001, varð síðan aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs 2004 og hefur verið framkvæmdastjóri sjónvarps og útvarps frá haustinu 2006. Lára er hagfræðingur frá Háskóla Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×