Viðskipti innlent

Hætt við sölu slóvenska landssímans

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta. Mynd/Róbert

Slóvenska einkavæðingarnefndin tilkynnti fyrir stundu, að hætt hefði verið við einkavæðingu slóvenska símans, Telekom Slovenije.

Skipti, móðurfélag Símans, voru annar tveggja bjóðenda.

Einkavæðingarnefndin bauð Skiptum og keppinaut þeirra, Bain Capital, Axos Capital og BT, sem áttu sameiginlegt tilboð, að senda sér endurskoðuð tilboð á föstudag.

Eftir því sem næst verður komist endurskoðuðu báðir tilboð sín. Slóvenska einkavæðingarnefndin segir hins vegar að tilboðin séu ekki fullnægjandi, og því sé einkavæðingunni frestað.

Til stóð að selja tæplega helmingshlut í Telekom Slovenije.

Við einkavæðingu Landsímans árið 2005, var meðal skilyrða að fyrirtækið yrði sett á almennan hlutabréfamarkað, eigi síðar en um síðustu áramót. Fjármálaráðherra heimilaði að því yrði frestað vegna tilboðsins í Slóveníu.

Skipti hafa tilkynnt um að undirbúningur að skráningu sé í fullum gangi og að fyrirtækið fari á markað í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×