Erlent

Leita að eftirmanni Musharrafs

Pervez Musharraf.
Pervez Musharraf.

Stjórnarflokkarnir í Pakistan munu hittast í Islamabad í dag til að ræða um eftirmann Musharrafs, fyrrverandi forseta landsins.

Musharraf lét af embætti í gær eftir níu ár á valdastóli, til að forðast ákærur fyrir embættisbrot. Samsteypustjórn Þjóðarflokksins, flokks Benazir heitinnar Bhuttos, og Múslimabandalagsins hélt fyrsta óformlega fund sinn um málið í morgun. Muhammad Sumroo, náinn samstarfsmaður Musharrafs, hefur tekið við forsetaembættinu og mun gegna því tímabundið þar til þingið kýs nýjan.

Óvíst er hvað verður um Musharraf. Breska Ríkisútvarpið segir að lítið traust ríki á milli forystumanna Múslimabandalagsins og Pakistanska þjóðarflokksins og þeir kunni að hafa ólík sjónarmið varðandi framtíð hans. Þjóðarflokkurinn telur að Musharraf kunni að njóta friðhelgi frá ákærum. Múslimabandalagið telur hins vegar að það eigi að ákæra hann, meðal annars fyrir brot gegn stjórnarskránni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×