Innlent

Danir hneykslast á meðferð ísbjarnarins á Íslandi

Vefútgáfa Extra Bladet í Danmörku birtir í dag frétt á vefsvæði sínu um ævintýri ísbjarnarins sem vakti athygli í Skagafirði í gær og var að lokum skotinn. Blaðamaðurinn sem skrifar greinina virðist nokkuð hneykslaður á því að brugðið hafi verið á það ráð að skjóta björninn. Undrast blaðamaðurinn að birninum hafi ekki verið gefið deyfilyf svo hægt væri að fara með hann til síns heima á Grænlandi. Talar hann um „skotglaða Íslendinga" sem hafi fengið „grænt ljós frá umhverfisráðherra."

Við greinina hafa síðan fjölmargir skrifað athugasemdir og eru margar þeirra allharkalegar í garð Íslendinga. Gera þeir jafnvel grín að Íslendingum með því að segja uppákomuna hafa verið „ommer", aðferðirnar gróteskjulegar og ætla sér að sniðganga land og þjóð. Segir einn að drápið á ísbirninum hafi verið „eins og að drepa Lassie".

Frétt Extra bladet má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×