Erlent

Vilja sameina bænadaginn og lokadag ramadan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mekka.
Mekka. MYND/AP

Danskir jafnaðarmenn leggja til að bænadagur þjóðkirkjunnar þar í landi, sem er frídagur, og lokadagur hins íslamska ramadan-mánaðar, sem nefnist Id al-Fitr, verði færðir yfir á sama dag og gerðir að sameiginlegum frídegi.

Í viðtali við Kristilega dagblaðið segir talsmaður jafnaðarmanna að Danir noti bænadaginn hvort sem er yfirleitt ekki í annað en bæjarrölt og hvíld svo það ætti ekki að spilla neinum hagsmunum að færa hann til og hafa hann framvegis sama dag og múslimar ljúka ramadan en þá halda þeir hátíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×