Innlent

Yfir hundrað ökumenn sektaðir fyrir hraðakstur

Hundrað og tveir ökumenn verða sektaðir fyrir hraðakstur eftir að lögregla myndaði brot þeirra á Fjallkonuvegi og í Rofabæ í gær.

62 voru brotlegir á Fjallkonuvegi, eða rúm 40 prósent þeirra sem óku þar um á meðan á mælingu stóð, og 40 í Rofabæ, eða 60 prósent, en 30 kílómetra hámarkshraði er á báðum stöðum.

Hlutfall bortlegra er í hærri kantinum miðað við sambærilegar mælingar í örðum hverfum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×