Erlent

Fundum haldið áfram í Zimbabwe

Thabo Mbeki og Robert Mugabe. MYND/AP
Thabo Mbeki og Robert Mugabe. MYND/AP

Forseta Zimbabwe og leiðtoga stjórnarandstöðunnar tókst ekki að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn í gær. Robert Mugabe forseti segir að viðræðunum verði haldið áfram og telur hann að samkomulag verði undirritað á næstunni.

Mugabe og Morgan Tsvangirai funduðu tvisvar í gær og verður viðræðunum haldið áfram í dag. Líkt og áður reynir Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, að miðla málum og fer hann fyrir viðræðunum. Mugabe og Tsvangirai saka hvorn annan um ósanngjarnar kröfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×