Erlent

77 umsóknum um mótmæli hafnað í Kína

Frá setningarhátíð Ólympíuleikana. MYND/AFP
Frá setningarhátíð Ólympíuleikana. MYND/AFP

Þrátt fyrir að hafa sagt að sérstök svæði fyrir mótmæli yrðu sett upp í Peking á meðan að Ólympíuleikarnir fara fram í borginni hafa kínversk yfirvöld komið í veg fyrir öll skipulögð mótmæli.

Alþjóða ólympíunefndin fagnaði frumkvæði Kínverja og bar lof á þá ákvörðun að koma upp svæðunum. Þrátt fyrir það hefur lítið gerst. Ríflega 80 umsóknir hafa borist en ekki ein einasta hefur verið samþykkt.

Umsóknum hefur meðal annars verið hafnað þar sem þau stangast á við lög um mótmæli í Kína sem voru sett í kjölfarið á mótmælunum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Samkvæmt þeim verða þeir sem standa fyrir mótmælum meðal annars að tilgreina nákvæmlega hvaða slagorð verða notuð, hversu margir þátttakendurnir verða og stærðir fána og kröfuspjalda. Að auki verður nafn og heimilsfang skipuleggjanda að koma fram í viðkomandi umsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×