Erlent

Obama hefur helmingsforskot hjá yngstu kjósendum

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, nýtur fylgis nærri tveggja af hverjum þremur kjósendum yngri en þrítugt samkvæmt nýrri könnun Gallup og dagblaðsins USA Today.

Keppinautur hans, repúblikaninn John McCain, hefur hins vegar aðeins stuðning 31 prósents í þessum aldurshópi. Á vef USA Today kemur enn fremur fram að MCain njóti hins vegar meiri stuðnings en Obama meðal kjósenda eldri en 65 ára en þar er munurinn þó aðeins fjögur prósentustig. Hjá fólki á aldrinum 30-64 er minni munur á kjósendunum, tvö eða þrjú prósent.

Þrátt fyrir þennan litla mun hefur Obama átta prósenta forskot á McCain þegar allir aldurshópar eru lagðir saman og skiptir þar mestu gríðarlegt fylgi hans meðal yngri kjósenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×