Erlent

Google fjárfestir í nýrri tegund jarðvarma

Dan Reicher telur tæknina geta orðið byltingarkennda.
Dan Reicher telur tæknina geta orðið byltingarkennda.
Hugbúnaðarrisinn Google hyggst fjárfesta meira en tíu milljónum dollara í jarvarma með það fyrir augum að minnka framleiðslukostnað við endurnýjanlega orkugjafa. Google.org, sá hluti hugbúnaðarrisans sem berst gegn loftslagsbreytingum, fátækt og sjúkdómum, sagði að fénu yrði varið í rannsóknir á nýrri tegund jarðvarma, svonefndu EGS.

Dan Reicher, yfirmaður loftslags og orkumáladeildar Google.org sagði í viðtali í dag að fyrirtækið teldi tæknina geta verið „killer app" orkuheimsins, en það orð er notað til að lýsa byltingarkenndum hugbúnaði.

EGS virkar þannig að jarðvarmasvæði eru efld, eða búin til með því að dæla í þau vatni. Hefðbundin jarðvarmatækni reiðir sig hinsvegar á að finna náttúrulegar uppsprettur gufu og heits vatns.

MIT hefur rannsakað þessa tegund jarðvarma, og segir í skýrslu frá vísindamönnum við háskólann að með því að nýta þess til bær svæði í bandaríkjunum einum væri hægt að framleiða orku sem dygði öllum heiminum í þúsundir ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×