Innlent

Leit að manni hætt við Vík í Mýrdal

Leitað var meðal annars við Reynisdranga við Vík í Mýrdal.
Leitað var meðal annars við Reynisdranga við Vík í Mýrdal.

Leit að manni við Vík í Mýrdal hefur verið hætt eftir að vísbendingar bárust um að hann væri ekki á því svæði. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Hvolsvelli bárust vísbendingar um að maðurinn væri annars staðar og er vonast til að hann finnist heill á húfi.

Samtals tóku um 30 björgunarsveitarmenn og lögreglumenn þátt í leitinni að manninum og en við hana voru líka notaðir bátar frá Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal auk flugvélar. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir ítarlega leit og bárust svo vísbendingar um að hann væri að finna annars staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×