Erlent

Níu fórust í sprengjuárás í Pakistan

Frá Peshawar þar sem árásin var gerð. MYND/AFP
Frá Peshawar þar sem árásin var gerð. MYND/AFP

Níu létu lífið og að minnsta kosti ellefu særðust í sprengjuárás í norðurhluta Pakistan í nótt að íslenskum tíma.

Árásin var gerð á flutningsbifreið á vegum hersins í borginni Peshawar sem liggur nærri landamærunum að Afganistan. Árásir íslamskra uppreisnarmanna eru tíðar á svæðinu og eru þeir taldir standa að tilræðinu í nótt.

Fórnarlömb sprengjuárásarinnar voru hvort heldur í sjálfri bifreiðinni og meðal almennings á götunni. Sprengjan var afar kraftmikil og skyldi eftir stærðarinnar gíg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×