Innlent

Mikil ánægja með hverfagæslu

Jónmundur Guðmarsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Jónmundur Guðmarsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Níutíu og sjö prósent íbúa á Seltjarnarnesi eru ánægð með hverfagæslu sem tekin var upp í sveitarfélaginu fyrir um þremur árum. Þetta kemur fram í júlíblaði Nesfrétta.

Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að hverfagæslan virðist ætla að verða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fordæmi og eru Reykjavík, Kópavogur og Mosfellsbær nefnd í því sambandi. „Yfirmaður löggæslumála, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, fagnar því meðal annars að Seltirningar geri sérstakar ráðstafanir til að efla öryggi íbúa sinna og segir mörg þeirra verkefna sem sinnt er í hverfagæslu ekki falla undir starfssvið lögreglu," segir einnig í tilkynningu Seltjarnarnesbæjar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×