Innlent

Skipulagsvinna hjá sveitarfélögum tefur tvöföldun

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir skipulagsvinnu hjá sveitarfélagögum á Suðurlandi tefja fyrir tvöföldun vegarkaflans milli Hveragerðis og Selfoss. Eðlilegt hefði verið að sú vinna hefði hafist fyrr.

Vinna við tvöföldun Suðurlandsvegar hefst á næsta ári þegar lagður verður fjögurra akreina vegur frá Reykjavík að Hveragerði. Beðið verður með þann vegarkafla sem hættulegastur er og flest slysin verða, leiðina frá Hveragerði til Selfoss. Ástæðan er sögð flókin og tímafrek skipulagsvinna.

Aðspurður hvað það þýði segir Kristján Möller samgönguráðherra að skipulagsvinnan sé á hendi sveitarfélaganna og þau séu nýbúin að koma sér saman um hvernig vegurinn eigi að liggja milli Hveragerðis og Selfoss. Þau eigi því eftir að fara í sína skipulagsvinnu hvað það varði, auglýsa aðalskipulag og svo framvegis.

Aðspurður hvort það hefði ekki verið eðlilegt að byrja fyrr á þessari vinnu játar Kristján því. „Og þú verður að spyrja sveitarfélögin að því. Ég las það einhvers staðar að það hefði verið talað um tvöföldun Suðurlandsvegar í einhver 40 ár. Ég er þá ánægður með það að það hefur verið á höggvið á hnútinn í fyrra og tekin ákvörðun um hefja tvöföldun vegna þess að sú vinna er hafin," segir Kristján.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×