Erlent

Bush á heimavelli á hafnaboltaleik í Peking

Bush kátur á hafnaboltaleik.
Bush kátur á hafnaboltaleik. Mynd/AP

George Bush Bandaríkjaforseti sagði að Ólympíuleikarnir hefðu farið fram úr væntingum hans. Forsetinn var í fjóra daga í Peking og náði að vera við fjölmargan íþróttaviðburðinn áður en hann sneri aftur til Washington. Hann sagðist í viðtali við AP-fréttastofuna vera ánægður með allt, staðinn, fólkið og stoltið.

En einna ánægðastur var hann með að komast á hafnaboltaleik. Þar þótti honum hann vera á heimavelli en forsetinn er vanur að hlusta á hafnaboltaleiki sem eins konar bakgrunnstónlist í Hvíta húsinu til þess að slaka á.

Kom það þó forsetanum á óvart hve fagnaðarlætin voru lítil á leik Bandaríkjanna og Kína í körfubolta. Hann áttaði sig síðan á því að þetta væru auðvitað alþjóðlegir leikar og allra þjóða kvikindi mættu á leikvanginn. Þau væru kannski ekki jafn æst yfir leiknum og hann sjálfur sem hvetti sína menn kröftuglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×