Erlent

Ísraelsmenn leggja til samning um Vesturbakkann

Frá borginni Nablus á Vesturbakkanum
Frá borginni Nablus á Vesturbakkanum Mynd/AP

Ísraelsmenn hafa lagt til friðarsamning við Palestínumenn sem myndi tryggja þeim fyrrnefndu 7,3 prósent af Vesturbakkanum samkvæmt ísraelska fréttablaðinu Haaretz. Myndi sá samningur gera þeim kleift að halda stærstu landnemabyggðum sínum.

Í staðinn myndu Palestínumenn fá 5,4 prósent af Negev eyðimörkinni. Paletínskir embættismenn hafa staðfest tilboðið en þeim finnst það algerlega óásættanlegt. Ísraelsmenn og Palestínumenn hafa verið í friðarviðræðum fyrir tilstuðlan Sameinuðu Þjóðanna síðan í nóvember.

Tilboð Ísraelsmanna nær einnig til öryggis-og flóttamála hjá Palestínu og framtíð Gaza en hins vegar ekki um Austur-Jerúsalem og landnemabyggðir þar í kring.

Palestínumenn segja skiptin 92,7 prósent á móti 7,3 prósentum ekki vera ný af nálinni. Þeir krefjast þess aftur á móti að landamærin verði þau sömu og fyrir innrás Ísraelsmanna árið 1967.

Haaretz fréttablaðið ber þennan samning við fyrrum tilboð og telur hann rausnarlegri en þann sem Ehud Barak bauð Yasser Arafat árið 2000 en ekki eins rausnarlegur og þann sem var í boði árið 2001. Nýjustu friðarviðræður þykja ekki hafa sýnt mikinn árangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×