Erlent

Mugabe myndar stjórn – hunsar Tsvangirai

Robert Mugabe og Arthur Mutambara.
Robert Mugabe og Arthur Mutambara. MYND/Reuters

Robert Mugabe, forseti Simbave, hefur gert samkomulag við Arthur Mutambara, leiðtoga klofningsflokks úr MDC, um stjórn landsins. Leiðtogi MDC, Morgan Tsvangirai var hafður að vettugi í samkomulaginu.

Tíðindin verða að teljast gríðarleg vonbrigði fyrir hina miklu stjórnarkreppu sem ríkt hefur í Simbabve undanfarið. Mugabe og Tsvangirai hafa fundað stíft síðustu daga og leitað lausna á stöðu mála og voru síðustu fregnir af þeim viðræðum nokkuð jákvæðar.

Háttsettur aðili innan ZANU-PF, flokks Mugabe, segir að Tsvangirai hafi verið boðið að taka þátt í samstarfinu en þar sem hann vildi frekar ræða á nýjan leik mál sem þegar hafi verið búið að semja um var ákveðið að mynda stjórn án hans.

Hann sagði hins vegar einnig að Mugabe væri ekki búinn að enda allar samningarviðræður við Tsvangirai og væri enn opinn fyrir einhvers konar samkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×