Innlent

Hugmyndir uppi um að reisa kvikmyndaver í gömlu vararafstöðinni

Hugmyndir eru uppi um að reisa kvikmyndaver í húsnæði gömlu vararafstöðvarinnar í Elliðaárdalnum. Til stendur að rífa húsið en borgarstjóri útilokar ekki að það verði nýtt.

Borgarráð ýtti í byrjun þessa árs úr vör verkefni sem ber heitið kvikmyndaborgin Reykjavík. Var hugmyndin að gera Ísland að nokkurs konar miðstöð kvikmyndagerðarmanna. Hluti af því verkefni var að koma upp nokkurs konar kvikmyndaþorpi með stóru kvikmyndaveri.

Ein staðsetningin sem kemur til greina er Elliðaárdalur og er þá einkum horft til gömlu varastöðvarinnar í Elliðaárdal. Eins og Fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá stendur til að rífa húsið í haust samkvæmt samkomulagi við Landsvirkjun sem færði borginni húsið að gjöf. Kostnaðurinn við niðurrif er hins vegar töluverður enda vitað að asbest var notað í klæðningar hússins.

Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg, segir málið á vinnslustigi. Hún segir gömlu varastöðina í Elliðaárdal fýsilegan kost fyrir starfsemi sem þessa, en segir að ef nýta á húsnæðið verði það að vera pólitísk ákvörðun borgarfulltrúa.

Sjálfur er borgarstjóri opinn fyrir góðum hugmyndum og útilokar ekkert.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×