Enn barist í Abkasíu 12. ágúst 2008 12:10 Rússar hafa hætt hernaðaraðgerðum sínum í Georgíu enda telja þeir sig nú hafa náð markmiðum sínum - að tryggja öryggi rússneskra íbúa Suður-Ossetíu og rússneskra friðargæsluliða. Í Abkasíu halda uppreisnarmenn hins vegar áfram að láta sprengjum rigna yfir georgíska hermenn. Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, tilkynnti um þetta í morgun, um sama leyti og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kom til Moskvu til friðarumleitan og aðeins fáum mínútum eftir að nýjar fregnir bárust af loftárásum Rússa á borgina Gori í Mið-Georgíu, skammt sunnan við ossetíska höfuðstaðinn Tskhinvali. Þeir gerðu einnig árásir á olíuleiðsluna sem liggur í gegnum Georgíu frá Svartahafi til Miðjarðarhafs en segja að engin olía hafi verið í henni. Með ákvörðun Rússa í morgun er útlit fyrir að fimm daga stríði sé að ljúka og þeim hörmungum sem stríðið hefur kostað óbreytta borgara víðs vegar um landið. Fátt bendir hins vegar til að Rússar hafi áhuga á að setjast að samningaborði með Georgíumönnum, því þeir hata Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu, eins og pestina og vilja helst draga hann fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Medvedev segir að árásaröflunum í Georgíu hafi nú verið refsað nægilega, andstæðingurinn hafi orðið fyrir miklum skaða og her þeirra sé í upplausn. Forsetinn hefur þó sagt hershöfðingjum sínum að verði þeir varir við frekari andspyrnu Georgíumanna þá skuli þeim útrýmt. Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, hefur sakað Rússa um að ætla að leggja Georgíu undir sig á ný. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði í morgun að Rússar vildu stofna hlutlaust belti í Georgíu áður en formlegt vopnahlé hæfist. Þetta svæði yrði að vera nógu stórt til að koma í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll að Georgíumenn gætu ráðist inn í Suður-Ossetíu. Lavrov segir að rússneskar hersveitir sem nú eru við friðargæslu í Ossetíu myndu verða þar áfram en að georgískir hermenn sem voru í friðargæsluliðinu ættu ekki að snúa aftur. Hann sagði ennfremur að best væri að Saakashvili forseti færi frá, honum væri ekki treystandi en að það væri ekki krafa af hálfu Rússa. Saakashvili segist hvergi munu fara. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Rússar hafa hætt hernaðaraðgerðum sínum í Georgíu enda telja þeir sig nú hafa náð markmiðum sínum - að tryggja öryggi rússneskra íbúa Suður-Ossetíu og rússneskra friðargæsluliða. Í Abkasíu halda uppreisnarmenn hins vegar áfram að láta sprengjum rigna yfir georgíska hermenn. Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, tilkynnti um þetta í morgun, um sama leyti og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kom til Moskvu til friðarumleitan og aðeins fáum mínútum eftir að nýjar fregnir bárust af loftárásum Rússa á borgina Gori í Mið-Georgíu, skammt sunnan við ossetíska höfuðstaðinn Tskhinvali. Þeir gerðu einnig árásir á olíuleiðsluna sem liggur í gegnum Georgíu frá Svartahafi til Miðjarðarhafs en segja að engin olía hafi verið í henni. Með ákvörðun Rússa í morgun er útlit fyrir að fimm daga stríði sé að ljúka og þeim hörmungum sem stríðið hefur kostað óbreytta borgara víðs vegar um landið. Fátt bendir hins vegar til að Rússar hafi áhuga á að setjast að samningaborði með Georgíumönnum, því þeir hata Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu, eins og pestina og vilja helst draga hann fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Medvedev segir að árásaröflunum í Georgíu hafi nú verið refsað nægilega, andstæðingurinn hafi orðið fyrir miklum skaða og her þeirra sé í upplausn. Forsetinn hefur þó sagt hershöfðingjum sínum að verði þeir varir við frekari andspyrnu Georgíumanna þá skuli þeim útrýmt. Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, hefur sakað Rússa um að ætla að leggja Georgíu undir sig á ný. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði í morgun að Rússar vildu stofna hlutlaust belti í Georgíu áður en formlegt vopnahlé hæfist. Þetta svæði yrði að vera nógu stórt til að koma í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll að Georgíumenn gætu ráðist inn í Suður-Ossetíu. Lavrov segir að rússneskar hersveitir sem nú eru við friðargæslu í Ossetíu myndu verða þar áfram en að georgískir hermenn sem voru í friðargæsluliðinu ættu ekki að snúa aftur. Hann sagði ennfremur að best væri að Saakashvili forseti færi frá, honum væri ekki treystandi en að það væri ekki krafa af hálfu Rússa. Saakashvili segist hvergi munu fara.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira