Erlent

Salmonella í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Heilbrigðiseftirlitið í Danmörku fullyrðir nú að salmonellu sýking sem hefur geysað í Danmörku í allt sumar hafi ekki borist með innfluttu kjöti.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni heilbrigðiseftirlitsins að þar sem ekki hafi borið á salmonellusýkingum í nágrannalöndum Danmerkur sé eðlilegt að draga þá ályktun að sjúkdómurinn hefði breiðst út með innlendri framleiðslu.

Þetta er versti salmonellufaraldur sem Danir muna eftir. Að minnsta kosti 600 manns hafa leitað sér læknishjálpar vegna sýkingar, en talið er að margfalt fleiri hafi smitast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×