Erlent

Viðræður í Zimbabwe halda áfram

Samningaviðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu í Zimbabwe verður haldið áfram nú eftir hádegið og enn vonast menn til að niðurstaða fáist í þær á næstu klukkustundum.

Viðræðurnar ramba nú á hnífsegg og getur brugðið til beggja vona. Robert Mugabe forseti er sagður harðneita að gefa eftir völd og stjórnarandstæðingar eru jafn ákveðnir í að hann verði að draga sig í hlé.

Bæði Mugabe of Tsvangirai telja sig réttkjörna forseta landsins. Þótt Tsvangirai sitji nú á samningafundum með Mugabe hefur hann ekki horfið frá þeirri afstöðu að þótt hann geti unnið með hófsamari öflum í stjórnarflokknum þá sé útilokað að hann hafi stjórnarsamstarf við Mugabe sjálfan. Tsvangirai og hans menn vilja í mesta lagi að Mugabe verði valdalaus forseti.

Engu að síður eru þessar viðræður taldar besta og jafnvel eina leiðin til að leysa þau gríðarlegu vandamál sem Zimbabwe stendur frammi fyrir eftir nærri þriggja áratuga stjórn Mugabes.

Forsetinn var bjartsýnn í gærkvöld þegar fundum lauk og sagði fréttamönnum að samningar yrðu örugglega gerðir í dag. Morgan Tsvangerai, leiðtogi stjórnarandstæðinga, var ekki eins bjartsýnn en sagði að sagt yrði frá árangri þegar hann hefði náðst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×