Sport

Williams-systurnar unnu báðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serena Williams á fullu í nótt.
Serena Williams á fullu í nótt. Nordic Photos / AFP

Serena og Venus Williams unnu báðar viðureignir sínar í einliðaleik kvenna í keppni í tennis á Ólympíuleikunum í Peking í nótt.

Báðar unnu þær öruggan sigur. Serena vann Samantha Stosur frá Ástralíu, 6-2 og 6-0. Venus vann svo Iveta Benesova frá Tékklandi, 6-1 og 6-4.

Sá möguleiki er fyrir hendi að þær systur mætist í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það þykir ekkert mjög ólíklegt þar sem margar af bestu tenniskonum heims gátu ekki spilað með vegna meiðsla eða eru dottnar úr leik.

Efsta konan á heimslistanum, Ana Ivanovic frá Serbíu, dró sig í hlé skömmu eftir að leikarnir hófust vegna meiðsla á þumalputta. Maria Sharapova gat ekki heldur keppt vegna meiðsla. Þá féllu bæði Agnieszka Radwanska frá Póllandi og Daniela Hantuchova frá Slóvakíu úr leik en þær voru í 8. og 10. sæti styrkleikalista mótsins.

Þriðja besta tenniskona heims, Svetlana Kuznetsova, féll úr leik strax í fyrstu umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×