Innlent

Unglingspiltur skotinn með loftbyssu

Unglingspiltur slapp með skrekkinn þegar hann varð fyrir skoti úr loftbyssu í Reykjavík í gær. Það varð piltinum til happs að vera með gleraugu en skotið fór í þau en við það kom sprunga í annað sjónglerið.

Talið er víst að piltur á svipuðu reki hafi skotið úr byssunni en lögreglan á eftir að ræða við hann og foreldra hans um þetta alvarlega atvik.

 

Mál af þessu tagi hafa áður komið á borð lögreglu en hún ítrekar að loftbyssur eru ekki leikföng og eiga því ekki að vera í höndum barna og unglinga. Þótt í þeim séu plastkúlur geta þær unnið mikinn og óbætanlegan skaða.

Lögregla vill líka að minna á að loftbyssur heyra undir vopnalög og að enginn fær skotvopnaleyfi nema að hafa náð 20 ára aldri. Þeir sem sækja um leyfi fyrir skotvopnum skulu jafnframt sækja námskeið í meðferð og notkun þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×