Innlent

Birtíngur kaupir DV

Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs.
Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs.

Útgáfufélagið Birtíngur ehf. hefur keypt DV og dv.is af Dagblaðinu Vísi útgáfufélagi ehf. í. Birtíngur rekur fyrir tímaritaútgáfu sem m.a. gefur út blöðin Séð og Heyrt, Vikuna, Gestgjafann, Hús og hýbýli, Mannlíf, Nýtt líf og Söguna alla. Frá þessu er greint á dv.

Með kaupunum yfirtekur Birtíngur alla starfssamninga DV. Í viðtali við dv.is segir Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, sem hefur frá áramótum stjórnað báðum útgáfufélögunum, að DV verði gefið út með sama hætti og undanfarið.

Stjórnarformaður Birtíngs er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×