Erlent

Pelosi opnar fyrir möguleika á kosningu um olíuborun

Nancy Pelosi.
Nancy Pelosi.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf til kynna í gærkvöldi að hún gæti verið tilbúin til þess að hafa kosningu um hvort leyfa ætti olíuborun við strendur Bandaríkjanna.

Hingað til hefur hún verið fastlega á móti slíkri kosningu til mikillar mæðu Repúblikana. Þeir vilja aflétta banninu til þess að hafa jákvæð áhrif á eldsneytisverð í Bandaríkjunum.

Hún sagði hins vegar að kosning um slíkt yrði að vera hluti af stærri aðgerðum til þess að sporna við háu eldsneytisverði. Hún gaf meira að segja til kynna að hún myndi styðja afléttun bannsins á þeim forsendum. Hún lagði þó áherslu á að þetta mætti ekki vera kynnt fyrir almenningi sem einhver töfralausn við eldsneytiskreppunni.

Stuðningur Repúblikanaflokksins við olíuborun við strendur Bandaríkjanna hefur aukið fylgi þeirra ó skoðanakönnunum en áður hafði fylgi þeirra farið dalandi. Hafa því margir Demókratar verið uggandi við andstöðu Pelosi við kosningu um bannið.

Bannið við olíuborun við strendur landsins var sett á 1981 til þess að vernda strendur landsins og ferðamannaiðnaðinn við þau svæði.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×