Erlent

Gary Glitter sleppt úr fangelsi

Lögreglumenn fylgja Glitter í réttarsal.
Lögreglumenn fylgja Glitter í réttarsal.
Barnaníðingnum og rokkaranum Gary Glitter var sleppt úr fangelsi í Víetnam í gær eftir að hafa setið inni í rúm tvö ár fyrir að misnota tvær stúlkur. Dómur Glitters var styttur vegna góðrar hegðunar, og heldur hann nú heim til Bretlands þar sem hann hyggst leita sér lækninga vegna versnandi heyrnar og hjartveiki.

Glitter var handtekinn árið 2005 þegar tvær stúlkur, tíu og ellefu ára, sökuðu hann um að hafa misnotað sig. Málið var upphaflega rannsakað sem barnanauðgun, en við henni getur legið dauðarefsing í Víetnam. Því var breytt þegar Glitter greiddi fjölskyldum stúlknanna sem samsvarar 150 þúsund krónum í bætur.

Þó Glitter sé laus allra mála í Víetnam er ekki víst að heimkoman verði vandræðalaus. Hann var dæmdur til fangavistar árið 1999 fyrir að hafa undir höndum þúsundir barnaklámsmynda. Hann flutti í kjölfarið til Spánar, þá Kúbu og svo til Kambódíu þaðan sem honum var vísað úr landi vegna meintra kynferðisbrota gegn börnum. Glitter getur átt von á því að vera handtekinn við komuna til London vegna afbrota í Bretlandi og annarsstaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×