Erlent

Líklega tilkynnt um varaforseta Obama fyrir helgi

Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum leiða að því líkum að Barack Obama forsetaframbjóðandi muni tilkynna um varaforsetaefni sitt fyrir helgi. Talið er að Obama vilji vera búinn að ljúka því máli áður en demókratar hittast á landsfundi sínum í Colorado á Mánudag.

Þingmennirnir Joe Biden, Tim Kaine og Evan Bayh hafa allir verði nefndir sem líklegir varaforsetar. Skoðannakönnunum ber ekki saman þessa dagana um stöðuna í kepnninni um Hvíta húsið því í gær var greint frá könnun sem sýndi John McCain með fimm prósentustiga forskot á Obama.

Deginum áður var hinsvegar sagt frá annari könnun sem sýndi hið gagnstæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×