Erlent

Í aðgerð eftir árás rottweiler-hunda

Fimm ára dönsk stúlka, sem tveir rottweiler-hundar réðust á í síðustu viku, gengst nú undir aðgerð á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn vegna áverka sinna.

Eftir því sem Exta Bladet greinir frá lá stúlkan í dái í fjóra daga eftir árásina en áverkar hennar reyndust miklir í andliti, þar á meðal vantaði helminginn af öðru eyranum. Verður húð flutt af lærunum og grædd í andlitið til þess að reyna að draga úr skaða stúlkunnar. Atvikið var með þeim hætti að hugðist fara út í garð að leika við hundana en þeir réðust hins vegar á hana. Þeim var lógað strax eftir atvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×