Erlent

Enn falla hermenn NATO í Afganistan

Hart hefur verið barist í Afganistan.
Hart hefur verið barist í Afganistan.

Þrír NATO hermenn létust í bardögum í Afganistan í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að tíu franskir hermenn voru felldir í landinu. Hermennirnir féllu í Ghazni héraði sem pólski herinn fer með forræði yfir, en ekki hefur verið staðfest hverrar þjóðar þeir voru.

Átök hafa verið að magnast til muna í Afganistan undanfarið og í nótt bárust einnig fréttir af því að hermenn úr alþjóðlega NATO herliðinu hefðu fellt þrjátíu skæruliða í úthverfum Kabúl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×