Erlent

Vöruðu Georgíumenn við að ráðast inn í S-Ossetíu

Bandaríkjastjórn varaði Georgíumenn við því að ráðast inn í Suður-Ossetíu kvöldið áður en georgískir hermenn fóru þar inn, að sögn sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO.

Kurt Volker sendiherra sagði í fyrirlestri í Noregi í dag að Rússar hefðu um all langt skeið verið að leita að afsökun til að ráðast inn í Georgíu. Þetta hafi Bandaríkjastjórn og margir fleiri vitað og því hefðu stjórnvöld í Tblisi margsinnis verið vöruð við - það væri ekki í þágu þeirra að gera áhlaup á uppreisnarmenn í Suður-Ossetíu, það myndi aðeins verða til þess að Rússar létu til sín taka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×