Erlent

Sonur Gaddafi hættir stjórnmálaþátttöku

SHA skrifar
Sayf al-Islam Gaddafi.
Sayf al-Islam Gaddafi. MYND/AFP

Sayf al-Islam Gaddafi, sonur leiðtoga Líbýu, Muammar Gaddafi, hefur tilkynnt að hann muni ekki hafa frekari afskipti af stjórnmálum í landinu.

Sayf hefur undanfarin ár verið stjórnvöldum í Líbýu innan handar og gripið inn í og hjálpað til við ýmis tækifæri. Nú segir Sayf að landið hafi komið sér upp þeim nauðsynlegum stofnunum og kerfum sem áður hafi ekki verið til staðar.

Í klukkutíma löngu sjónvarpsávarpi til líbýsku þjóðarinnar sagði hann að æðsta ákvarðanataka ætti ekki að vera í höndum fárra einstaklinga og það væri ábyrgð þegna landsins að byggja upp lýðræðislegra þjóðfélag þar sem allir tækju virkan þátt.

Sayf er einn af sjö sonum Gaddafi. Sá yngsti, Hannibal, komst einnig í heimspressuna fyrir stuttu en þá var hann ákærður í Sviss fyrir að ráðast á tvo þjóna sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×