Erlent

Skotum enn hleypt af við klúbbhús Hells Angels

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP

Í nótt kom á ný til skotbardaga nálægt klúbbhúsi vélhjólasamtakanna Hells Angels á Amager í Kaupmannahöfn. Þetta er í annað skiptið á einni viku sem þar slær í brýnu með þeim hætti.

Íbúi í nágrenninu tilkynnti lögreglu um skothvelli og þegar hún kom á staðinn fundust nokkur skothylki fyrir utan húsið. Fimm voru teknir til yfirheyrslu en sleppt að því loknu. Lögregla telur þessa ólgu upp á síðkastið merki um að stærri átök kunni að vera í nánd í undirheimum Kaupmannahafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×